Ofurtölvan góða er búin að stokka spil sín eftir leiki gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Í gær glutraði Manchester United niður 2-0 forystu gegn Tottenham í 2-2 jafntefli.
Newcastle skellti þá Everton 1-4 og Bournemouth vann Southampton 0-1.
United fellur úr þriðja sæti í það fjórða frá því síðasta spá Ofurtölvunnar var birt. Newcastle er komið upp í þriðja sæti. Manchester City endar í efsta sæti en Arsenal í öðru.
Því er enn spáð að Nottingham Forest, Everton og Southampton falli.