Spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Lengjudeildum karla og kvenna fyrir tímabilið var opinberuð á kynningarfundi deildarinnar í dag.
Í Lengjudeild kvenna stefnir í gott tímabil hjá Víkingi R. ef spáin gengur eftir. Liðinu er spáð efsta sæti eftir að hafa verið í því þriðja í fyrra.
Miðað við spána fylgir HK Víkingi upp. Voru þessi tvö lið nokkuð vel á undan öðrum í spánni.
KR kemur skelfilega út úr spánni og er spáð neðsta sæti. Liðið var í Bestu deildinni í fyrra. Augnablik fer niður með KR ef spáin gengur eftir.
Spáin í heild:
Lengjudeildin hefst á mánudag þegar FHL tekur á móti KR fyrir austan í opnunarleik.
1. umferð Lengjudeildar kvenna
FHL – KR (Mánudag kl. 14)
Fylkir – Afturelding (Þriðjudag kl. 19:15)
Víkingur – Grótta (Þriðjudag kl. 19:15)
Fram – Grindavík (Þriðjudag kl. 19:15)
HK – Augnablik (Miðvikudag kl. 18)