Phil Jones, varnarmaður Manchester United, birtist óvænt í annarri seríu af Succesion.
Þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda. Þriðja þáttaröð stendur nú yfir.
Það var hins vegar í annarri seríu sem Roman Roy, einn systkynanna sem eru í aðalhlutverki í þáttunum, var að horfa á knattspyrnuleik á bar.
Afar glöggur TikTok notandi tók eftir því að leikurinn sem var á skjánum var á milli Blackburn og Rangers sumarið 2010.
Um leik á undirbúningstímabilinu var að ræða. Þarna var Jones á mála hjá Blackburn.
Í atriðinu má sjá Kenny Miller, þá framherja Rangers, skora á meðan Jones gat ekkert gert.
Jones fór svo til United árið eftir. Hann er enn á mála hjá félaginu en hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár.
@noproblemgambler Replying to @campogna Will I ever be stumped? #sports #football #soccer ♬ original sound – NPG