Harry Kane er opinn fyrir því að spila með Tottenham í eitt ár til viðbótar og yfirgefa félagið svo á frjálsri sölu. Þetta segir í frétt Telegraph.
Samningur hins 29 ára gamla Kane rennur út eftir næstu leiktíð og hefur hann verið orðaður frá Tottenham. Manchester United og Chelsea fylgjast grannt með gangi mála og vilja fá framherjann í sumar.
Kane er alinn upp hjá Tottenham og hefur verið stórkostlegur fyrir félagið í um áratug. Hann hefur hins vegar ekki enn unnið titil á ferlinum og gæti freistast til að fara annað í leit að slíkum.
Það er alls ekki víst að Daniel Levy og Tottenham séu hins vegar til í að hleypa Kane burt á frjálsri sölu sumarið 2024, skrifi hann ekki undir nýjan samning fyrir næstu leiktíð.