Glazer fjölskyldan hefur fengið freistandi tilboð til þess að eiga áfram nokkurn hlut í félaginu. Þetta tilboð kemur frá Sir Jim Ratcliffe.
Síðasti dagur er á morgun er til að gera þriðja og síðasta tilboðið í félagið en viðræður hafa lengi staðið yfir.
Ratcliffe ætlaði fyrst um sinn að kaupa öll 69 prósent Glazer í félaginu en nú er tónninn annar.
Nú er Ratcliffe til í að taka yfir stærstan eignarhlut í félaginu en gefa Glazer fjölskyldunni tækifæri á að halda áfram.
Það vill Sheik Jassim frá Katar ekki, hann vill eignast 100 prósent í félaginu og er talið að hann muni bjóða 5,5 milljarða punda á morgun.