Paulo Dybala er að eiga gott tímabil með Roma. Hann kom til félagsins í fyrra.
Argentíski sóknarmaðurinn gekk í raðir Roma á frjálsri sölu eftir sjö ár hjá Juventus.
Dybala er að eiga gott tímabil. Hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp 8 í 34 leikjum.
Hinn virti Fabrizio Romano hefur opinberað smáatriðin í samningi Dybala hjá Roma, skildu félög hafa áhuga á að krækja í hann í sumar.
Hann segir frá því að ef ítalskt félag vilji kaupa hann sé klásúla í samningi Dybala um að þau megi gera það fyrir 20 milljónir evra.
Í því tilfelli gæti Roma reyndar stoppað skiptin með því að hækka laun hans úr 3,8 milljónum evra á ári í 6.
Fyrir félög utan Ítalíu kostar Dyabala 12 milljónir punda.
Paulo Dybala release clauses 🇦🇷
◉ €20m for Italian clubs. 🇮🇹
In case Italian club triggers the clause, AS Roma have option to ‘cancel’ it by activating salary rise from €3.8m to €6m.
◉ €12m for clubs from abroad. 🌍
In this case, Paulo Dybala would have the final say. pic.twitter.com/pKrU61SGGJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2023