Það hefur skapast reiði á meðal enskra knattspyrnuáhugmanna vegna máltíðar sem stuðningsmaður fékk á leik Aston Villa og Fulham á þriðjudag.
Villa hefur verið á miklu skriði og vann leikinn 1-0.
Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel í eldhúsinu og hefur félagið verið gagnrýnt fyrir matinn sem það selur á leikvangi sínum undanfarið.
Nú síðast keypti stuðningsmaður nokkur kjúkling og franskar. Greiddi hann tæpar tvö þúsund krónur fyrir herlegheitin.
Það kom þó á daginn að kjúklingurinn var hrár.
Birti hann myndir af þessu og var allt annað en sáttur. Hana má sjá hér neðar.
Það er ljóst að menn á bak við tjöldin hjá Villa þurfa að bæta sig í eldhúsinu.