Jarrod Bowen leikmaður West Ham fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir framkomu sína í gær fyrir leik gegn Liverpool.
Liverpool vann 1-2 sigur en fyrir leik mætti Bowen með heyrnaskjól yfir eyrunum á sér.
Ástæðan var sú að drengurinn sem leiddi hann út á völlinn var með heyrnaskjól.
„Vel gert að gera þetta, þetta lætur drengnum líða vel,“ skrifar einn á samfélagsmiðla.
Bowen er ein af stjörnum West Ham og drengurinn ungi mun vafalítið aldrei gleyma þessum degi.