Dregið hefur verið í lokakeppni Evrópumótsins 2023 hjá U19 ára landsliði kvenna.
Ísland tryggði sér þátttökurétt á dögunum. Verður liðið með Frakklandi, Tékklandi og Spáni í B-riðli mótsins.
Í hinum riðlinum eru Belgía, Austurríki, Þýskaland og Holland.
Lokakeppnin fer fram í Belgíu dagana 18.-30. júlí