Bikarúrslitaleikur Manchester United og City hefst klukkan 14:00 á íslenskum tíma þann 3 júní næstkomandi.
Lögreglan í London lagði hart að sér að færa leikinn fram en flestir hefðuv viljað hafa leikinn klukkan 16:30.
Stuðningsmenn Manchester liðanna fagna þessu þó, þeir hafa meiri tíma til að ná lest heim til Manchester eftir leik.
Lögreglan í London vildi hins vegar byrja leikinn snemma af ótta við fyllerí og læti hjá þessum erkifjendum.
Bikarúrslitaleikurinn hefur ekki byrjað jafn snemma dags síðan 2011 þegar Stoke og Manchester City áttust við.