Kolo Toure segir að Holding og Gabriel, miðverðir Arsenal, þurfi að finna tengingu sín á milli sem allra fyrst fyrir stórleikinn gegn Manchester City.
Toppliðin mætast annað kvöld. Arsenal er með fimm stiga forskot en City á tvo leiki til góða. Skytturnar hafa misstigið sig í síðustu þremur leikjum.
William Saliba hefur vantað í öllum þessum leikjum vegna meiðsla. Rob Holding kom inn í liðið og hefur ekki heillað við hlið Gabriel.
„Þegar það vantar einn í varnarlínuna sem hefur verið að spila saman er það erfitt. Sá sem kemur inn þarf að venjast liðinu,“ segir Toure, sem er fyrrum leikmaður Arsenal.
„Miðverðirnir þurfa að tengja. Þeir þurfa að skilja hvorn annan mjög vel og vega hvorn annan upp.“
Toure hrósar frammistöðu Gabriel og Saliba á leiktíðinni.
„Saliba og Gabriel hafa verið frábærir. Þú sérð hvað þeir tengja vel. Þeir voru auðvitað báðir í Frakklandi og ég er viss um að þeir tala saman á frönsku á vellinum.
Þetta er erfitt fyrir leikmanninn sem kemur inn. En þeir þurfa að tengja sem allra fyrst.“