Íslenska kvennalandsliðið mætir Finnlandi í vináttuleik 14. júlí á Laugardalsvelli.
Leikurinn verður annar af tveimur vináttuleikjum liðsins í júlí glugganum, en seinni leikurinn verður tilkynntur á næstunni.
Þetta verður í tíunda sinn sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið þrjár viðureignir, Finnar þrjár og þrjár hafa endað með jafnftefli. Bæði lið hafa skorað níu mörk í þessum níu viðureignum.
Þjóðirnar mættust síðast í tveimur vináttuleikjum í júní 2019. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en Ísland vann seinni leikinn 2-0 með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Dagný Brynjarsdóttur.
👀 A kvenna mætir Finnlandi í vináttuleik föstudaginn 14. júlí á Laugardalsvelli.
🇮🇸 Þetta verður fyrri af tveimur vináttuleikjum liðsins í júlí, en mótherjar í síðari leiknum verða kynntir á næstunni.
🇫🇮 We will be playing a friendly against Finland in July.#dottir pic.twitter.com/yRl71HqnCh
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 25, 2023