Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson var til umræðu eftir leik ÍBV og Breiðabliks í Bestu deild karla. Þar dæmdi hann víti á Blika á lokaandartökum leiksins.
Það var í uppbótartíma sem Viktor Örn Margeirsson virtist fá boltann í höndina og Jóhann Ingi benti á punktinn. Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði úr vítinu og tryggði ÍBV stigin þrjú. Eftir á að hyggja er hins vegar útlit fyrir að boltinn hafi farið í andlit Viktors.
Í kjölfarið var birt myndband á Twitter af gömlum dómum Jóhanns Inga í leikjum Breiðabliks. Þar var gefið í skyn að dómgæsla hans hallaði á Blika.
Jóhann Ingi vs Breiðablik montage.
Þau arnaraugu.Fyrirfram afsaka ég gæðin ef þau standast ekki kröfur ykkar😔#blix pic.twitter.com/VeCUooza8t
— Freyr S.N. (@fs3786) April 24, 2023
Myndbandið var til umræðu í Dr. Football í dag.
„Er verið að setja pressu á Jóhann Inga svo hann komi ekki nálægt leikjum Breiðabliks eða þá að næst þegar hann dæmi hjá þeim fá þeir gefins víti? Hver er pælingin?“ spyr þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason.
Fyrrum leikmaðurinn Arnar Sveinn Geirsson var annar gesta þáttarins og tók til máls.
„Þeir eru að reyna að spila einhvern sálfræðihernað. Þeir eru bara ekkert sérstaklega góðir í því.“