David De Gea vann heimavinnuna fyrir undanúrslitaleik enska bikarsins gegn Brighton um helgina.
Hans lið, Manchester United, vann sigur á Brighton í vítaspyrnukeppni. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.
Jesse March var sá eini sem klikkaði á spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Hann skaut hátt yfir.
De Gea varði því ekkert víti en hann var samt búinn að vinna heimavinnuna sína.
ESPN birti mynd af því sem stóð á vatnsbrúsa Spánverjans. Hann skoðaði hann alltaf á milli spyrna.
Þar stendur hvar líklegt væri að menn myndu skjóta, í hvaða horn og hversu hátt.
Mynd af þessu er hér að neðan.