Wout Weghorst, leikmaður Manchester United, segist hafa séð eftir því að vera með stæla við Jesse March í undanúrslitum enska bikarsins gegn Brighton á sunnudag.
United og Brighton mættust í undanúrslitum. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu allir úr sínum spyrnum nema March, svo Rauðu djöflarnir fara í úrslitaleikinn og mæta þar grönnum sínum í Manchester City.
Weghorst, sem er hjá United á láni frá Burnley, tók vítið á undan March. Hann kyssti boltann áður en hann rétti andstæðingi sínum hann og sagði svo nokkur vel valin orð til að reyna að taka hann úr jafnvægi.
„Ég skoraði, sá boltann og ákvað að reyna að gera eitthvað til að hjálpa okkur að sigra,“ sagði Weghorst um atvikið.
„Ég gekk að honum og sagði eitthvað. Eftir leik fór ég samt til hans því ég sá smá eftir þessu.“