Manchester United hefur tekið fyrsta skrefið í átt að því að reyna að fá Harry Kane framherja Tottenham til féalgsins í sumar. Telegraph fjallar um málið.
Telegraph segir þó að United sé mjög meðvitað um það að það geti verið ógjörningur að eiga við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham.
Levy er harður í horn að taka þegar kemur að samningaborðinu og segir Telegraph að United muni bakka fljótt út ef Levy vill ekki selja.
Erik ten Hag leggur mesta áherslu á það í sumar að fá inn framherja sem hann treystir.
Kane á ár eftir af samningi sínum við Tottenham og segir Telgraph afar ólíklegt að hann vilji skrifa undir nýjan samning í sumar, ástandið hjá Tottenham sé slíkt.
Telegraph segir að Levy sé mögulega klár í að selja Kane á 80 milljónir punda ef hann fer frá Englandi en verðmiðinn verði í kringum 100 milljónir punda fari hann til liðs á Englandi.