Vítaklúður Solly March fyrir Brighton gegn Manchester United í undanúrslitum enska bikarsins í gær var ekki hans fyrsta á þessari leiktíð.
United vann Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum í gær, en markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.
Þar vann United 7-6, en March var sá eini sem klikkaði á spyrnu sinni. Hann skaut hátt yfir markið.
March var eðlilega í sárum. United fer í úrslitaleikinn og mætir þar Manchester City.
Enskir miðlar rifja nú upp víti sem March klikkaði á fyrr á tímabilinu.
Það var í enska deildabikarnum, þegar Brighton féll úr leik gegn Charlton eftir vítaspyrnukeppni.
Vítaklúðrið var í raun nákvæmlega eins og í gær.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
Solly March earlier this season to get Brighton knocked out the league cup and now got them knocked out the FA cup… Exact same corner too. How is your luck 🤣 pic.twitter.com/xdatflNL21
— JH (@Jimmyyy_____) April 23, 2023