fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Eftir fund í forsætisráðuneytinu hefur KSÍ ákveðið að skipa starfshóp um jafnréttismál

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 22:30

Vanda Sigurgeirsdóttir. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að skipa starfshóp um jafnréttismál en þetta var ákveðið á síðasta fundi stjórnar sem fram fór 12 apríl.

Fundargerð fundarins hefur nú verið birt en þar kemur fram að Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri hafi fundað með fólki úr forsætisráðuneytinu vegna jafnréttismála.

Stjórn KSÍ samþykkti að tilnefna Óskar Örn Guðbrandsson og Klöru Bjartmarz í samráðshóp Mennta- og barnamálaráðuneytins um samhæfða nálgun í öryggismálum og þjónustu á knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum.

Úr fundargerð stjórnar KSÍ:
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður greindi frá fundi sem hún og framkvæmdastjóri áttu með fulltrúum úr forsætisráðuneytinu um jafnréttismál. Stjórn samþykkti að skipa starfshóp um jafnréttismál og gaf formanni og framkvæmdastjóra umboð til að skipa hópinn.

b. Rætt um stofnun fagráðs með hliðsjón af þeim fyrirmyndum um fagráð sem til eru. Stjórn samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að leiða málið og gera tillögu að skipan til stjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu