Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði IFK Norrköping þegar liðið heimsótti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Andri Lucas Guðjohnsen var á meðal varamanna hjá Norrköping og sömu sögu er að segja af yngri bróðir hans, Daníel Guðjohnsen sem er hjá Malmö.
Andri Lucas lék aðeins um sex mínútur í 3-0 tapi Norrköping gegn Malmö en Daníel var ónotaður varamaður. Arnór og Arnór spiluðu báðir allan leikinn hjá Norrköping
Daníel Tristan er fæddur árið 2006 en hann gekk í raðir Malmö frá Real Madrid á síðasta ári. Hann færist nær því að vera fastur hluti af aðalliði Malmö en á eftir að spila sinn fyrsta leik.