fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Alberti blöskraði viðtalið við Rúnar í beinni í kvöld – „Þetta er bara bullshit“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. apríl 2023 21:47

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Víkinni unnu heimamenn 3-0 sannfærandi sigur á KR í Bestu deildinni í kvöld, heimamenn höfðu öll tök á leiknum en Logi Tómasson, Birnir Snær Ingason og Arnór Borg Guðjohnsen skoruðu mörkin.

Víkingar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og eru einir á toppnum í Bestu deildinni. „Frá upphafi sá maður að annað liðið var miklu klárara í þennan leik, það voru Víkingar. Besti kafli KR var undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á Stöð2 Sport í kvöld.

„Víkingar voru bara grimmari, maður sá það langar leiðir að þeir vildu þetta og voru klárari en KR-ingar.“

Albert Brynjar Ingason var einnig gestur í Stúkunni og hann hefur mikla trú á Víkingum eftir öfluga byrjun. „Markatalan 7-0, fullorðins frammistöður. Fara í Garðabæinn og voru proffesional, æfingaleikur við Fylki í raun. Þetta var bara statement sigur gegn KR,“ sagði Albert.

Í stúkunni var rætt um yfirburði Víkings í kvöld en Rúnar Kristinsson þjálfari KR var ekki á því í viðtali eftir leikinn. Albert var ekki hrifin af viðtalinu við Rúnar.

„Hann er ekki að tala við leikmenn, heldur áhorfendur sem horfa á leikinn. Þetta er bara bullshit, þeir voru miklu lélegri,“ sagði Albert.

Lárus Orri tók þá til máls. „Rúnar er ekki vitlaus, hann veit að þeir áttu undir högg að sækja allan leikinn,“ sagði Lárus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur