Manchester United vann Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum enska bikarsins í gær.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar vann United 7-6, en Solly March var sá eini sem klikkaði á spyrnu sinni. Hann skaut hátt yfir markið.
Áður en March tók spyrnu sína virtist David De Gea, markvörður United, fara að vítapunktinum og eiga við hann.
Þetta gerði Spánverjinn á meðan Wout Weghorst reyndi einnig að taka March úr jafnvægi með því að kyssa boltann er sá síðarnefndi rölti með hann að vítapunktinum.
Þetta hefur virkað hjá De Gea og Weghorst því eins og fyrr segir skaut March hátt yfir markið.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Weghorst KNEW WHAT HE WAS DOING. 😭🇳🇱 pic.twitter.com/D8j9vHxFWq
— UtdPlug (@UtdPlug) April 23, 2023
United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins.