Zinedine Zidane, fyrrum stjóri Real Madrid, er tilbúinn að snúa aftur til starfa en aðeins fyrir eitt félag.
RMC fullyrðir þessar fréttir en Zidane hefur verið orðaður við Chelsea á Englandi.
Litlar líkur eru þó að Zidane taki við þar en Frakkinn talar litla sem enga ensku og væri í erfiðleikum með að ná til hópsins.
Zidane vill taka við liði Juventus í sumar en miklar líkur eru á að Massimiliano Allegri sé á förum eftir tímabilið.
Zidane er fyrrum leikmaður Juventus og kann sína ítölsku sem myndi henta mun betur en að vinna á Englandi í fyrsta sinn.
Zidane hefur einnig verið orðaður við franska landsliðið en ljóst er að hann mun ekki taka við keflinu þar í bráð.