Christopher Nkunku er að gera mistök með því að ganga í raðir Chelsea í sumar að sögn Ralf Rangnick.
Rangnick vann með Nkunku hjá RB Leipzig á sínum tíma en sá síðarnefndi er enn á mála hjá félaginu en er á förum í sumar.
Það er allt í molum hjá Chelsea þessa stundina sem er að leita að nýjum stjóra og skipti einnig um eigendur á síðasta ári.
,,Eins og staðan er þá skiptir engu máli hver næsti stjóri liðsins er, þú getur ekki ráðlagt neinum að fara til Chelsea,“ sagði Rangnick.
,,Það fyrsta sem þú þarft að gera er að koma einhverju skipulagi í gang og minnka leikmannahópinn svo stjórinn geti unnið sitt verkefni.“
,,Að mínu mati er Christopher Nkunku einn besti sóknarsinnaði miðjumaður heims sem eru fáanlegir. Að mínu mati ákvað hann að fara til Chelsea alltof snemma.“