Lazio hafnaði því að fá Cristiano Ronaldo á sínum tíma er leikmaðurinn var á mála hjá Sporting í heimalandinu Portúgal.
Þetta segir umboðsmaðurinn Alessandro Moggi sem vann á þessum tíma með Jorge Mendes, umboðsmanni Ronaldo.
Sporting fékk mörg tilboð í Ronaldo og bauð hann í ýmis lið en Manchester United varð að lokum fyrir valinu.
Lazio sér væntanlega eftir þessari ákvörðun í dag enda um einn besta fótboltamann allra tíma að ræða.
,,Mendes var góðvinur fyrrum yfirmála félagsins, Gianmarco Calleri, við buðum þeim að fá Cristiano,“ sagði Moggi.
,,Forsetinn, Sergio Cragnotti, svaraði og sagðist ekki vilja hann. Hann hefði viljað ‘hinn sanna’ Ronaldo svo við fórum ekki einu sinni í viðræður.“