Simen Lillevik Kjellevold hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR.
433.is greindi frá þessu á dögunum en nú hefur KR staðfest komu Kjellevold til félagsins.
Kjellevold er 28 ára gamall en honum er líklega ætlað að fylla skarðið sem Beitir Ólafsson skildi eftir sig í Vesturbænum.
Beitir ákvað að leggja hanskana á hilluna í vetur en Kjellevold mun berjast við Aron Snæ Friðriksson um stöðu markvarðar hjá KR.
Kjellevold lék síðast með Grorud IL í heimalandinu en hann hefur verið samningsbundinn Stabæk og fleiri félögum.
KR hefur verið að styrkja lið sitt nokkuð á undanförnum vikum og meðal annars fengið Jóhannes Kristinn Bjarnason og Olav Öby.
KR hefur samið við markmanninn Simen Lillevik Kjellevold (1994). Simen er norðmaður sem hefur spilað í Noregi allan sinn feril.
Hans fyrri lið í Noregi eru; Stabæk, Kongsvinger og Strömmen en upp á síðkastið hefur hann leikið með Gorud. pic.twitter.com/tBOd4WJkL6— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 2, 2023