Real Madrid tók á móti Barcelona í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska Konungsbikarnum í kvöld.
Heimamenn byrjuðu betur en það voru hins vegar Börsungar sem komust yfri á 26. mínútu. Þá setti Eder Militao knöttinn í eigið net.
Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Bæði lið fengu færi til að skora í þeim seinni en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1.
Seinni leikur liðanna fer fram á Nývangi í Barcelona eftir rúman mánuð.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Osasuna og Athletic Bilbao. Fyrrnefnda liðið vann fyrri leik liðanna á heimavelli í gær, 1-0.