Leikmenn Barcelona þurfa að vakna fyrir leik gegn Real Madrid í spænska Konungsbikarnum á morgun.
Þetta segir varnarmaðurinn Ronald Araujo en Barcelona er í smá lægð eftir töp í síðustu tveimur leikjum sínum.
Barcelona tapaði 1-0 gegn Almeria um helgina og fyrir það gegn Manchester United í Evrópudeildinni og er úr leik þar.
,,El Clasico er alltaf sérstök viðureign og viðureign sem allir vilja spila. Madríd er með gott lið með frábæra leikmenn innanborðs,“ sagði Araujo.
,,Liðið okkar er eins og fjölskylda, við erum allir nánir. Við erum að mæta til leiks eftir tvö töp í röð en við vitum hvað við getum gert.“
,,Við þurfum að vakna og þurfum að snúa við blaðinu. Það er enn mikið eftir af tímabilinu og við erum á toppi deildarinnar.“