Virti fjölmiðillinn The Telegraph fullyrðir að Manchester United ætli sér að vera með í kapphlaupinu um Mason Mount hjá Chelsea næsta sumar.
Samningur Mount rennur út eftir næsta sumar og gengur erfiðlega að fá hann til að skrifa undir.
Talið er að Chelsea vilji selja hann í sumar ef ekki næst að semja við leikmanninn. Lundúnafélagið vill ekki missa hann frá sér frítt árið eftir.
Það hefur áður verið greint frá því að Liverpool sé líklegasta félagið til að hreppa Mount ef hann fer frá Chelsea.
Samkvæmt nýjustu fregnum mun United hins vegar ekki gefa neitt eftir í baráttunni um Englendinginn.
Mount er 24 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Chelsea en hefur einnig leikið með Derby og Vitesse á láni á ferli sínum.
Á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hefur Mount skorað þrjú mörk og lagt upp tvö.
Chelsea er í vandræðum, situr í tíunda sæti deildarinnar.