Viðar Halldórsson, formaður FH, mætti í sjónvarpsþáttinn 433.is í gær og ræddi 77. ársþing KSÍ sem fram fór á Ísafirði um nýliðna helgi.
Það var meðal annars rætt um þá tillögu að lengja kjörtímabil formanns KSÍ úr tveimur árum í fjögur, en hún var felld á þinginu.
„Sá sem sest í formannsstól KSÍ á að vita í hvað hann er að fara,“ segir Viðar í þættinum.
Hann er hlynntur núverandi fyrirkomulagi.
„Í mínum huga eru tvö ár eðlileg. Það eru skoðanir um annað og ekkert slæm rök fyrir því að þetta verði fjögur ár. En formaður sem stendur sig þarf ekki að fara í neina kosningabaráttu. Hann er bara kosinn aftur. Það sama á við um stjórnarmenn. Þeir eru kosnir til tveggja ára svo þarna er samræmi.
Ég held að það sé hvergi í alvöru reksri í fyrirtæki kosinn stjórnarmaður til fjögurra ára sem ekki er hægt að reka.“
Hér að neðan má sjá umræðuna og þáttinn í heild.