Stuðningsmenn Tottenham fóru ansi illa með Joao Felix, leikmann Chelsea, í leik liðanna í gær.
Tottenham vann 2-0 sigur í leiknum en Oliver Skipp og Harry Kane skoruðu mörkin.
„Pedro Porro, hann sefur hjá kærustunni þinni,“ sungu stuðningsmenn Tottenham til Felix í gær.
Porro er á mála hjá Tottenham en hann kom frá Sporting í síðasta mánuði.
Í vor var Porro sakaður um leynisamband með Magui Corceiro, kærustu Felix. Það er það sem stuðningsmenn Tottenham vísa í með söng sínum.
Þau hafa þó neitað því og bendir ekkert til þess að eitthvað hafi verið til í orðrómunum.
Eftir sigurinn í gær er Tottenham með 45 stig í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea er í því tíunda með 31 stig og sæti Graham Potter farið að hitna.