„Bull,“ skrifar Rammy Abbas umboðsmaður Mo Salah um sögur dagsins um að kantmaðurinn knái skoðaði það að fara frá Liverpool í sumar.
Fijaches á Spáni fjallaði um málið en fréttirnar koma mörgum á óvart enda skrifaði Salah undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar.
Samkvæmt fréttinni átta Salah að vera að skoða það að fara frá Liverpool ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
„Þetta hefur aldrei verið rætt eða hugsað um,“ sagði Abbas.
„Að fara ekki í Meistaradeildina að ári er ekki í huga okkar,“ segir Abbas en Liverpool situr nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Nonsense. This was never discussed or thought about. Not qualifying to the Champions League hasn’t even crossed our minds. https://t.co/vamG8rOPvh
— Ramy Abbas Issa (@RamyCol) February 27, 2023