Naby Keita hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína hjá Liverpool.
Hinn 28 ára gamli Keita gekk í raðir Liverpool frá RB Leipzig árið 2018. Hann hefur ekki staðist væntingar á Anfield og meiðsli meðal annars sett strik í reikninginn.
Á þessari leiktíð hefur Keita aðeins spilað átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Samningur miðjumannsins rennur út í sumar og getur hann farið frítt þá.
Fabrizio Romano segir að Barcelona hafi sýnt leikmanninum áhuga, sem og reyndar fjölda leikmanna sem verða fáanlegir á frjálsri sölu í sumar.
Blaðamaðurinn virti segir að Keita muni taka ákvörðun á næstu mánuðum um framtíð sína.