Graham Potter, stjóri Chelsea, viðurkennir að starf hans hjá félaginu sé í hættu eftir sex leiki án sigurs.
Potter hefur aðeins unnið níu af 27 leikjum síðan hann tók við Chelsea af Thomas Tuchel í byrjun tímabils.
Chelsea tapaði 2-0 gegn Tottenham í gær og er starf hans talið vera í mikilli hættu.
Potter er með á nótunum og veit að lokum mun stjórn enska stórliðsins þurfa að taka erfiða ákvörðun ef gengið batnar ekki.
,,Sjálfstraustið er ekki mikið, það er gefið. Það er það sama með öll önnur störf,“ sagði Potter.
,,Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp þá geturðu ekki treyst á stuðning að eilífu. Mitt starf er að halda áfram.“