Hinn þrítugi, Mohamed Salah hjá Liverpool er sagður skoða þann kost að yfirgefa félagið í sumar ef tímabilið endar illa.
Fijaches á Spáni fjallar um málið en fréttirnar koma mörgum á óvart enda skrifaði Salah undir nýjan samning við Liverpool síðasta sumar.
Samkvæmt fréttinni er Salah sagður skoða það að fara frá Liverpool ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Salah hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili en undanfarin ár hefur framherjinn frá Egyptalandi raðað inn mörkum.
Liverpool situr í sjöunda sæti deildarinnar en á þó fínan möguleika á Meistaradeildarsæti ef liði fer á skrið.