Birkir Már Sævarsson bakvörður Vals og fyrurm leikmaður íslenska landsliðsins var heiðraður um helgina fyrir að hafa spilað 100 A-landsleiki Íslands.
Birkir fékk málverkið afhent á ársþingi KSÍ um helgina.
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veitir viðurkenningar til þeirra sem leikið hafa með landsliðum Íslands og þeirra sem unnið hafa að framgangi knattspyrnuíþróttarinnar skv. reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursviðurkenningar. Þar á meðal eru viðurkenningar til þeirra leikmanna sem hafa náð 100 A landsleikjum. Í reglugerðinni segir: “Heiðursviðurkenning fyrir 100 landsleiki: Sérhannað listaverk skal veita í viðurkenningaskyni þeim knattspyrnuleikmönnum sem náð hafa að leika 100 A-landsleiki”.
Þa Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Birkir Már Sævarsson, Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir, sem öll hafa náð 100-leikja áfanganum. Birkir Már var sá eini af þeim sem átti heimangengt að þessu sinni og fékk hann viðurkenninguna afhenta á ársþinginu. Hinum fjórum verður afhent viðurkenningin við fyrsta tækifæri og er þá horft til næsta landsliðsverkefnis á heimavelli.
🇮🇸100 A-landsleikir!
👑Birkir Már Sævarsson pic.twitter.com/wLvcyanTb3
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 25, 2023