Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur útskýrt af hverju Darwin Nunez var ekki með gegn Crystal Palace á laugardag.
Nunez var ekki í leikmannahóp Liverpool í markalausu jafntefli eftir að hafa meiðst um síðustu helgi gegn Newcastle.
Nunez spilaði meiddur gegn Real Madrid í vikunni en fékk svo annað högg sem kom í veg fyrir frekari þátttöku.
,,Darwin meiddist á öxl gegn Newcastle þegar hann braut á Trippier, hann gat spilað á verkjalyfjum gegn Real Madrid,“ sagði Klopp.
,,Þetta var mjög sársaukafullt en degi eftir leikinn við Real fékk hann annað högg og gat ekki hreyft handlegginn.“
,,Við þurfum að sjá hvað þetta tekur langan tíma.“