Tilboðum frá Sheik Jassim og Sir Jim Ratcliffe verður hafnað af Glazer fjölskyldunni. Telegraph segir frá þessu.
Fyrsta tilboð frá þessum aðilum var í kringum 4 milljarða punda samkvæmt fréttum.
Við slíka upphæð mun Glazer fjölskyldan ekki sætta sig við og segir í fréttum að fjölskyldan vilji 5 milljarða punda.
Hvorugt tilboðið frá þessum aðilum nær því markmiði og svo gæti farið að Glazer fjölskyldan selji félagið ekki.
Telegraph segir þó að Glazer vilji selja fyrir rétt verð en nú sé aukinn möguleiki á því að Glazer reyni að fá fjárfesta inn í félagið en haldi áfram að eiga meirihluta í félaginu.