Michael Palmer 23 ára knattspyrnumaður í Bretlandi lést í miðjum leik á laugardag en hann spilar fyrir Crowland Town FC í utandeildinni.
Palmer féll til jarðar í leiknum og var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.
„Við misstum einn úr fjölskyldu okkar á laugardag þegar hann spilaði leikinn sem hann elskaði,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
„Hann komst aldrei aftur til meðvitundar. Hann var hugulsamur einstaklingur og ástríðufullur stuðningsmaður Manchester United.“
„Hann gerði alltaf sitt besta og verður sárt saknað.“