Stórstjarnan og söngkonan Shakira hefur gefið út nýtt lag í samstarfi með listamanni að nafni Karol G.
Lagið er sungið á spænsku en Shakira virðist skjóta hressilega á sinn fyrrum eiginmann, Gerard Pique.
,,Lífið varð betra fyrir mig og þú ert ekki velkominn hér. Ég sá hvað kærastan þín sagði um mig og það gerir mig ekki reiða, ég hlæ og ég hlæ,“ segir Shakira á meðal annars í laginu.
Shakira og Pique voru lengi stjörnupar en þau ákváðu að skilja fyrr á þessu ári sem kom mörgum í opna skjöldu.
Shakira hefur áður gefið út lag þar sem hún söng um Pique en þá á heilbrigðari hátt en að þessu sinni sparar hún ekki stóru orðin.
Lagið má heyra hér.