Það er gríðarleg spenna framundan fyrir úrslitaleik deildabikarsins á Englandi sem hefst klukkan 16:30.
Manchester United og Newcastle eigast við á Wembley og með sigri getur sigurliðið tryggt sér Evrópusæti.
Man Utd er án lykilmanna í leiknum en Anthony Martial og Christian Eriksen eru fjarverandi.
Það sama má segja um Newcastle sem er án Nick Pope og Martin Dubravka í markinu og mun Loris Karius leika í fyrsta sinn í langan tíma.
Marcus Rashford er leikfær og er til staðar en byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Fred, Antony, B.Fernandes, Rashford, Weghorst.
Newcastle United: Karius; Trippier, Schär, Botman, Burn; Longstaff, Guimaraes, Joelinton; Almirón, Wilson, Saint-Maximin.