Erik ten Hag, stjóri Manhchester United, hefur hrósað miðjumanninum Fred sem átti góðan leik í vikunni.
Fred skoraði jöfnunarmark Man Utd í 2-1 sigri á Barcelona í Evrópudeildinni áður en Antony tryggði sigurinn.
Ten Hag líkir miðjumanninum við moskítóflugu en hann leyfði Frenkie de Jong varla að spila leikinn og var alltaf mættur á svæðið er hætta skapaðist.
,,Hann spilaði stórt hlutverk gegn Barcelona í leiknum sem fór fram síðustu helgi,“ sagði Ten Hag.
,,Að stöðva Frenkie de Jong frá því að spila, hann var eins og moskítófluga í kringum hann og var magnaður.“
,,Hann lagði líka upp mark á frábæran hátt á Marcus Rashford og í þessum leik þá skoraði hann mark, mögnuð frammistaða.“