Stjörnur Chelsea upplifðu ömurlegt undirbúningstímabil samkvæmt Graham Potter, stjóra liðsins.
Chelsea var undir stjórn Thomas Tuchel síðasta sumar en hann var látinn fara snemma á tímabilinu og tók Potter við.
Gengi Chelsea hefur verið hörmulegt í vetur og mun liðið að öllum líkindum ekki ná Evrópusæti.
Potter segir að leikmenn liðsins hafi verið undrandi í sumar og ekki náð að undirbúa sig vel fyrir komandi tímabil.
,,Ég hef talað við nokkra af reynslumestu leikmönnum liðsins og þeir tala um versta undirbúningstímabil sem þeir hafa upplifað,“ sagði Potter.
,,Það var lítið skipulag og þetta gekk ekki eins fyrir sig og búist var við. Ég var ekki þarna svo ég get lítið tjáð mig.“