Crystal Palace 0 – 0 Liverpool
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni voru töluverð vonbrigði en Liverpool heimsótti Crystal Palace.
Liverpool gerir sér vonir um að ná Meistaradeildarsæti á tímabilinu og þurfti á sigri að halda á Selhurst Park.
Að þessu sinni var ekkert mark skorað og lauk viðureigninni með markalausu jafntefli.
Liverpool er í sjöuinda sætinu með 36 stig, sex stigum frá Tottenham sem er í Meistaradeildarsæti.