Casemiro leikmaður Manchester United virðist hafa dregið lærdóm af heimsku sinni á dögunum. Casemiro lét æsa sig upp og var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að taka Will Hughes leikmann Crystal Palace hálstaki.
Casemiro hefur sökum þess ekki getað spilað síðustu þrjá deildarleiki liðsins.
Þegar slagsmál brutust út í leik United og Barcelona í gær var augljóst að Casemiro hafði dregið lærdóm af fyrri mistökum.
Hann einfaldlega gekk í burtu í stað þess að troða sér inn í hópinn þar sem möguleg vandræði voru í boði.
Mynd af atvikinu má sjá hér að neðan.