Manchester United vann frábæran 2-1 sigur á Barcelona í seinni leik liðanna í Evrópudeildinni í gærkvöldi.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 18. mínútu en í aðdraganda marksins hafði vítaspyrna verið dæmd, Börsungum í vil og steig Robert Lewandowski á punktinn. Hann kom boltanum fram hjá David de Gea í markinu.
Leikmenn Manchester United létu deigann hins vegar ekki síga.
Á upphafsmínútum síðari hálfleiks jafnaði brasilíski miðjumaðurinn Fred metin fyrir Manchester United.
Það var síðan samlandi hans, varamaðurinn Antony sem reyndist hetja kvöldsins er hann skoraði sigurmarkið fyrir Manchester United á 73. mínútu.
Manchester United endaði með því að fara með 4-3 sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Barcelona og fær að vita það í dag hvaða lið bíður í 16-liða úrslitunum.
Leikmenn liðsins voru himinnlifandi að leik loknum og fögnuðu vel og innilega.
Stuðningsmenn Manchester United höfðu sérstaklega gaman að athæfi Raphael Varane eftir leik. Hann hljóp upp að stuðningsmönnum og fagnaði, eins og sjá má hér að neðan.
LOOK HOW MUCH IT MEANS TO THEM pic.twitter.com/T9Cy8AWkn2
— 𝗇𝗂𝖺𝗆𝗁 (@niamhutd) February 23, 2023