Í Frakklandi tóku heimamenn í Nantes á móti Juventus frá Ítalíu í seinni leik liðanna í Evrópudeildinni í gær.
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í kvöld reyndist Juventus sterkari aðilinn og vann að lokum 3-0 sigur og því samanlagðan 4-1 sigur í einvíginu.
Angel Di Maria skoraði eitt marka Juventus í leiknum og var það eitt af fallegri mörkum tímabilsins.
Di Maria tók boltann í fyrsta út á kanti og skoraði afar fallegt mark sem má sjá hér að neðan.
Good morning to everyone but especially Angel Di Maria! pic.twitter.com/NwevUm4Gfa
— BI_1897 (@BI_1897) February 24, 2023