Stuðningsmenn Manchester United eru með hnút í maganum og óttast að Marcus Rashford verði ekki leikfær í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag.
Áhyggjurnar eru vegna þess að Rashford fór meiddur af velli í sigri liðsins á Barcelona í gær.
Meiðslin virkuðu ekki alvarleg en myndin sem Rashford birti svo á Instagram veldur áhyggjum.
Þar gengur Rashford meiddur af velli og tjáknið sem hann setur með myndinni bendir til þess að meiðslin gætu haldið honum frá Wembley á sunnudag.
Það ætti að koma í ljós síðar í dag hvort Rashford eigi möguleika á að spila.