Manchester United er komið með nýjan Roy Keane á miðjuna að sögn Paul Scholes, goðsögn félagsins.
Scholes getur varla talað betur um miðjumanninn Casemiro sem hefur spilað glimrandi vel eftir að hafa komið frá Real Madrid í sumar.
Casemiro spilar djúpur á miðjunni og líkir Scholes honum við Keane sem var lengi fyrirliði Rauðu Djöflanna.
,,Það er næstum eins og hann sé þjálfari að spila leikinn,“ sagði Scholes við heimasíðu Man Utd.
,,Það er hægt að sjá muninn síðan hann kom inn í liðið. Hann er með mikla reynslu og ég tel að hann fái ekki nógu mikið hrós fyrir sinn leik.“
,,Hann er mjög góður að gefa frá sér boltann sem kom mér á óvart því þegar þú hugsar um tíma hans hjá Real Madrid íhugaru Luka Modric og Toni Kroos sem eru leikstjórnendur.“
,,Hann er eins nálægt Roy Keane og Man Utd mun einhvern tímann eiga. Hann hefur verið stórkostlegur.“