Ensk blöð segja frá því í kvöld að Mason Greenwood framherji Manchester United eigi von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni.
Greenwood hefur ekki fengið að æfa með United í meira en ár eftir að hann var ásakaður um nauðgun og ofbeldi gegn unnustu sinni.
Í enskum blöðum segir að Greenwood og unnusta hans séu mjög spennt fyrir nýju hlutverki en Greenwood er 21 árs gamall.
Lögreglan í Manchester felldi málið niður á dögunum vegna þess að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn bárust lögreglunni.
Ekki kemur fram í enskum blöðum hvort um sé að ræða sömu unnustu og Greenwood var sakaður um að beita ofbeldi.
Samkvæmt enskum blöðum er barnið væntanlegt í heiminn næsta sumar. Framtíð Mason sem knattspyrnumanns er í óvissu en Manchester United hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fái að snúa aftur.
Hann er samningsbundinn United til 2025 en félagið ætlar sjálft að skoða gögn málsins áður en ákvörðun liggur fyrir.