fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Greenwood og unnusta hans eiga von á sínu fyrsta barni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. febrúar 2023 22:20

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ensk blöð segja frá því í kvöld að Mason Greenwood framherji Manchester United eigi von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni.

Greenwood hefur ekki fengið að æfa með United í meira en ár eftir að hann var ásakaður um nauðgun og ofbeldi gegn unnustu sinni.

Í enskum blöðum segir að Greenwood og unnusta hans séu mjög spennt fyrir nýju hlutverki en Greenwood er 21 árs gamall.

Lögreglan í Manchester felldi málið niður á dögunum vegna þess að vitni breyttu framburði sínum og ný gögn bárust lögreglunni.

Ekki kemur fram í enskum blöðum hvort um sé að ræða sömu unnustu og Greenwood var sakaður um að beita ofbeldi.

Samkvæmt enskum blöðum er barnið væntanlegt í heiminn næsta sumar. Framtíð Mason sem knattspyrnumanns er í óvissu en Manchester United hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fái að snúa aftur.

Hann er samningsbundinn United til 2025 en félagið ætlar sjálft að skoða gögn málsins áður en ákvörðun liggur fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aron Elís missir af lokaleik Víkings

Aron Elís missir af lokaleik Víkings
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026

Komumst að því á morgun hverjir andstæðingarnir verða í undankeppni HM 2026
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni