Roger Wittmann, umboðsmaður Marcel Sabitzer, hefur gefið sterklega í skyn að leikmaðurinn verði áfram á Englandi.
Sabitzer skrifaði undir samning við Manchester United í janúar og kom á láni frá Bayern Munchen.
Sabitzer fann sig ekki hjá Bayern en hefur byrjað vel á Englandi og minnir á þann leikmann sem hann var hjá RB Leipzig á sínum tíma.
,,Marcel er toppleikmaður og það að hann sé að spila vel kemur mér ekkert á óvart. Ef þú ert með sömu reynslu og Marcel, hvort það sé í Meistaradeildinni eða með yfir 60 landsleiki, það tekur ekki langan tíma að aðlagast,“ sagði Wittmann.
,,Hann elskar hörkuna í ensku úrvalsdeildinni. Það var ljóst alveg frá byrjun að enska úrvalsdeildin myndi henta honum. Hann er aggressívur leikmaður. Hann gerir allt sem til þarf og það sem þarf í þessari deild“
,,Hjá Manchester United þá fáum við að sjá Marcel sem spilaði með RB Leipzig. Hvað gerist í sumar? Við sjáum til þegar tíminn kemur.“